Saga Demantshringsins

Upphaf hugtaksins Demantshringurinn má rekja til áranna í kringum 1990 þegar ferðaskrifstofur, bæði innlendar og erlendar fóru að nota hugtakið í kynningum sínum. Rútufyrirtækið BSH á Húsavík hóf að selja hópferðir um hringinn um það leiti.

Í kringum árið 2000 fóru fyrirtæki í ferðaþjónustu í auknum mæli að nýta sér netið í markaðssetningu og jókst notkun á hugtakinu talsvert eftir það. Árið 2004 gaf Bókavezlun Þórarins Stefánssonar út bókina Húsavík and the Diamond Circle með myndum og umfjöllun um áhugaverða staði við hringinn. Árið 2007 gaf Hugarflug í Reykjavík einnig út bók um Demantshringinn.

Árið 2012 var stofnað félag áhugafólks um kynningu á Demantshringnum og nefnist það Demantshringsfélagið.

Til Demantshringsins teljast þau náttúruundur sem eru staðsett við Demantshringsveginn eða í innan við 20 kílómetra akstursfjarlægð frá honum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>